1150 skráðir til leiks í The Puffin Run

0
1150 skráðir til leiks í The Puffin Run

The Puffin Run fer fram í Vestmannaeyjum þann 7. maí 2022 kl. 12:15. Í boði er einstaklingskeppni í karla- og kvennaflokki sem og boðhlaup 2 og 4 manna í karla-, kvenna-, og blönduðum flokki. Hlauparar geta þá hlaupið 2*10 km eða 4*5 km. Rásmark og endamark verður á Nausthamarsbryggju.

Nú styttist í hlaupið og verð keppnisgöng verða afhent í Sportvörum í Kópavogi fimmtudaginn 28. og föstudaginn 29. apríl milli klukkan 12 og 18. Einnig á Leturstofunni í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 3. maí frá klukkan 15-21. Þeir sem hafa ekki tök á að sækja á þessa tvo staði eru beðnir um að senda póst á [email protected] með nafni keppanda.

Magnús Bragason einn af skipuleggjendum hlaupsins segir undirbúning ganga vel. “Það er bara allt á áætlun, alls eru 1150 þátttakendur skráðir til leiks um það bil 900 hlaupa heilt hlaup það eru um 70 tvímenningslið og um 30 fjögurra manna sveitir. Þannig það verða um 1000 manns sem hlaupa hvern legg sem er alger met þátttaka.” Auk þeirra eru um 150 brautarverðir og 50 aðrir starfsmenn að sögn Magnúsar. “Ég held að það verði mjög spennandi að fylgjast með þessu hlaupi þar sem margir fremstu og þekktustu langhlauparar landsins mæta til leiks þó svo að auðvitað séu flestir mættir til að hlaupa sér til gamans.”