ÍBV og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2022 munu taka þátt í átaki Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar; Verum vakandi. Merki átaksins verður áberandi og varningur merktur átakinu til sölu á hátíðarsvæðinu.

Öryggi gesta á Þjóðhátíð er ætíð í forgrunni og mun Margréti Rós Ingólfsdóttir félagsfræðingur sem starfað hefur hjá félagsþjónustu Vestmannaeyja og verið hluti af áfallateymi Þjóðhátíðar síðastliðin 15 ár taka að sér að leiða starf forvarnarhóps ÍBV.

Þjóðhátíðarnefnd og ÍBV vilja sérstaklega þakka Bleika Fílnum, stofnendum og öllum þeim frábæru sjálfboðaliðum sem komið hafa að átakinu á hverri hátíð frá 2012 innilega fyrir þeirra óeigingjarna og ómetanlega starf gegn kynferðisofbeldi á Þjóðhátíð og um allt land.

Skemmtum okkur fallega saman í sumar og Verum Vakandi

ÍBV og Þjóðhátíðarnefnd

Mynd: heimaslóð.is