Stelpurnar okkar eiga leik á EM í dag kl. 16:00, leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV og fyrir leik hefst útsending frá EM stofunni kl. 15:15.

Berglind Björg átti stórleik í fyrsta leik liðsins gegn Belgum á sunnudag, en sá leikur endaði með jafntefli 1-1. En til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum þurfa þær að vinna leikinn í dag gegn Ítalíu.

Við fengum þau til að spá fyrir um leikinn gegn Ítalíu í dag
Guðmunda og Viðar, foreldrar Elísu: 1-1 jafntefli
Sólveig og Þorvaldur, foreldrar Berglindar: 1-1 jafntefli
Hafliði Breiðfjörð eigandi Fótbolti.net: 2-1 fyrir ísland

Nú er orðið ljóst að þetta verður stór leikur fyrir bæði lið þar sem Ísland er með eitt stig og Ítalía ekkert, eftir tap gegn Frökkum.

Mest spennandi leikurinn
Margrét Lára hafði þetta að segja um leikinn í dag. Fyrir mitt leyti, ef við tölum um leikina í riðlinum, þá verður Ítalíuleikurinn mest spennandi. Úrslit í þeim leik munu skipta sköpum fyrir framhald Íslands á mótinu, held ég. Ítalía er knattspyrnuþjóð og kvennaboltinn þar í landi á mikilli siglingu. Verður krefjandi en gaman mæta þeim. 

Myndir eru frá Hafliða Breiðfjörð hjá Fotbolti.net

Berglind Björg fagnar markinu sínu þegar hún kom Íslandi 1-0 yfir gegn Belgum.
Elísa Viðarsdóttir kát í víkingaklappinu í lok leiks.