Sam­kvæmt báðum helstu lang­tímaspám sem veður­fræðing­ar hér á landi miða við get­ur veðrið um versl­un­ar­manna­helg­ina farið á tvo mjög mis­mun­andi vegu. Önnur spá­in reikn­ar með lægð um allt land, norðvest­an strekk­ingi og snjó­komu til fjalla Norður­lands en hin spá­in spá­ir engri lægð hér á landi á laug­ar­dags­morg­un.

Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur bend­ir á þetta á veður­vefn­um Bliku og seg­ir „nag­andi óvissu“ ríkja um veðrið yfir versl­un­ar­manna­helg­ina í færslu sinni.

Ræðst af tilviljun
Lang­tímaspárn­ar sem Ein­ar vís­ar til eru ann­ars veg­ar ECMWF (Evr­ópska reikni­miðstöðin) og GFS (am­er­íska spá­in) en þær sýna mjög ólíka út­komu fyr­ir veðrið um versl­un­ar­manna­helg­ina.

Sam­kvæmt ECMWF-spánni á að vera tölu­verð lægð yfir land­inu með úr­komu á laug­ar­dags­morg­un­inn en GFS-spá­in reikn­ar ekki með því. GFS-spá­in reikn­ar með tals­vert hlýrra veðri og spá­ir fyr­ir þrýstiflat­neskju yfir land­inu og hvorki úr­komu né köldu lofti úr norðri, gagn­stætt við ECMWF-spána.

Ein­ar seg­ir það vera háð til­vilj­un, hvor spá­in eigi eft­ir að ræt­ast. Ljóst þykir þó með hvorri spánni flest­ir Íslend­ing­ar halda enda marg­ir í ferðahug fyr­ir kom­andi helgi.

Þetta kemur fram á mbl.is

Hér má sjá hversu ólíkar spárnar eru. Módel ECMWF til vinstri og GFS til hægri.