Birna María Unnarsdóttir var valin í U15 landslið í knattspyrnu í sumar og fór út með liðinu í síðustu viku til að spila vináttulandsleiki.

Liðið gerði góða ferð til Færeyja en íslensku stelpurnar unnu heimaliðið í báðum leikjum liðanna.

Birna María var í byrjunarliði Íslands í seinni leiknum og var önnur tveggja leikmanna íslenska liðsins sem léku allar mínútur leiksins. Birna lék í hægri bakverði, hún lék virkilega vel í leiknum í gær og lagði upp tvö marka Íslands.

í fyrri leik liðsins kom Birna María inn á á 60. mínútu og lék í hægri bakverði.

Leikirnir tveir voru fyrstu landsleikir Birnu Maríu sem hefur leikið virkilega vel með 3. og 2. flokki ÍBV á leiktíðinni. Á myndinni að má sjá Birnu koma inn á í sínum fyrsta landsleik.

Þetta kemur fram á vef ÍBV, myndin er einnig fengin þaðan.

Úrslit leikja U15 í Færeyjum. Myndin er af vef KSÍ