Hið árlega Ragnarsmót í handknattleik kvenna var haldið nú í liðinni viku, en mótið er haldið árlega til minningar um Ragnar sem var einn efnilegasti handboltaleikmaður á Selfossi. Hann lést einungis 18 ára gamall í bílslysi.

Yfirleitt mætast bestu lið landsins á mótinu og markar það upphaf keppnistímabilsins í handboltanum.

Stelpurnar okkar í ÍBV náðu 3. sæti á mótinu og sigruðu Stjörnuna í lokaleik sínum með sjö marka mun. Lið Fram sigraði mótið og vann alla sína leiki.

Fyrr í mánuðinum tók karlalið íBV þátt í sama móti og fór með sigur af hólmi. 

Keppni í Olísdeild kvenna hefst fimmtudaginn 15. september með fyrsta leik Stjörnunnar og Fram í Garðabæ.

Tölfræði er fengin af vefnum: handbolti.is