Umræða um samgöngumál var meðal þessa sem var á dagskrá á fundi bæjarráðs í vikunni. Þeir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. og Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vegagerðarinnar, komu á fund bæjarráðs og gerðu grein fyrir samgöngum Herjólfs milli lands og Eyja, stöðunni í Landeyjahöfn, svo sem dýpi og dýpkunarframkvæmdir, hvernig til hefur tekist með ferðir Herjólfs III og slipptöku Herjólfs IV sem er á áætlun.

Í niðurstöðu sinni þakkar bæjarráð þakkar þeim Herði Orra Grettissyni og Fannari Gíslasyni upplýsingarnar. “Mikilvægt er að reyna að halda þeirri ferðatíðni sem sett er fram í siglingaáætlun Herjólfs og búa aðstæður, m.a. í Landeyjahöfn, þannig að sú áætlun nái fram að ganga.”