Safnahelgi heldur áfram í dag og enn er það Safnhús sem er miðpunkturinn. Þar mætir Sigurgeir Svanbergsson og lýsir í máli og myndum Eyjasundi sínu í júlí í sumar. Um kvöldið verður slegið í klárinn þegar KK mætir á Háloftið.

Opnunartími safna:
Eldheimar 13:30-16:30 alla daga. Solander sýningin á opnunartíma.
Sagnheimar 13-16 á laugardag. Frítt inn. Bingó fyrir börnin.
Bókasafn 11-14 á laugardag.
Sjóminjasafn Þórðar Rafns 13-16 lau og sun. Frítt inn.

Gestastofa Sea Life Trust 11-15 fös, lau og sun. Heimafólk fær 15% afslátt af árskortum fyrir 2023. Á bakvið tjöldin ferðir á 50% afslætti alla helgina. Ratleikur, föndurstöð og spil, lifandi tónlist með Alberti Tórshamar, myndlistasýning Gunnars Júl.