Ekki er talin þörf á að fresta skólahaldi eða fella niður í dag. Er sú ákvörðun tekin í samráði við lögreglu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GRV. Þar er einnig tekið fram að:
“Eins og kemur fram i reglum um óveður/ófærð meta foreldrar hvort þeir sendi börnin sín í skólann og er skilningur fyrir því ef þeir kjósa að gera það ekki.
Minnum á að 4.bekkur mætir í Hamarsskóla 8:20 ekki íþróttahús.”