Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í vikunni. Þar sem bæjarráð tók fyrir bréf Fiskfraktar ehf. sem sent var ráðinu og stjórn Herjólfs ohf. Í bréfinu er óskað eftir að stjórn Herjólfs endurskoði stefnu sína um verðhækkanir og afnám afsláttarkjara til handa flutningsfyrirtækjum. Fram koma í bréfinu áhyggjur félagsins af hækkunum ferða hjá flutningsaðilum, sem félagið áætlar að hafa numið 132% frá ársbyrjun 2019. Jafnframt hefur stjórn og framkvæmdastjóri fellt niður afsláttarkjör í kjölfar álits Samkeppniseftirlitsins á þeirri framkvæmd.

Í niðurstöðu sinni áréttar bæjarráð að stefnumótun og stjórnun Herjólfs ohf., þ.m.t. verðskrá, er á ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra félagsins. Rekstrarform Herjólfs og hlutafélagalög kveða á um sjálfstæði félagsins, m.a. gagnvart eiganda þess.

bréf til stjórnar Herjólfs og bæjarráðs.pdf