Fróðlegt viðtal við Birki Agnarsson í nýjasta þætti Loðnufrétta

0

Í byrjun þessa mánaðar fór í loftið hlaðvarpið Loðnufréttir í umsjá Ingva Þórs Georgssonar ritstjóra Loðnufrétta.is. Viðmælandi í nýjasta þættinum er Birkir Agnarsson, rekstrarstjóri Ísfell í Vestmannaeyjum þar sem fjallað er um aðkomu Ísfell og þeirra þjónustu í kringum vertíðina.

Birkir er með um 40 ára starfsreynslu við veiðarfæragerð. Spurður um minnistæðustu vertíðina þá segir hann skemmtilegast þegar sem flestir bátar komast að og mikill kvóti svo það sé mikið fjör í höfnunum.

Í þættinum gerir Birkir sitt besta til að útskýra fyrir þáttastjórnanda og öðrum hlustendum á mannamáli muninn á loðnuflotvörpu, nótum og öllum veiðarfærum sem notuð eru við veiðar á loðnu og tekur dæmi af notkun þeirra við ólíkar aðstæður.

Auðvitað er það svoleiðis að sumir viðskiptavinir biðja um hæng eða hrygnu og þá er
nótin auðvitað best. Einnig segir Birkir frá vöruþróun í veiðarfæragerð, samstarfi við
sjómenn og hvernig gæði og framþróun í íslenskri veiðarfæragerð hefur verið í gegnum árin. “Við erum alltaf að reyna að gera betur í dag heldur en í gær.”

Fjöldi tonna í kasti, þéttar torfur, dýpi og fleira kemur við sögu í þessum stóráhugaverða
þætti við vestmannaeyinginn geðuga. Að lokjum mælir Birkir með loðnunni steiktri á pönnu.