Þann 7. mars sl. átti bæjarráð fund með hluta af framkvæmdastjórn HSU þar sem m.a. var farið yfir mönnun lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks á stofnuninni í Vestmannaeyjum. Á fundinum voru ýmsar leiðir ræddar til þess að bæta við mönnun á stofnuninni, m.a. ákvæði í lögum um Menntasjóð námsmanna sem heimila afslátt af námslánum til handa sérhæfðu heilbrigðisstarfsfólki sem ræður sig til starfa á landsbyggðinni að loknu námi. Þá voru einnig ræddar hugmyndir um það með hvaða hætti Vestmannaeyjabær gæti haft aðkomu að því að laða heilbrigðisstarfsfólk til Eyja.