Það er nóg um að vera í íþróttamiðstöðinni í dag þar sem bæði karla og kvenna lið ÍBV standa í ströngu. Veislan hefst klukkan 14:00 þegar karlaliðið tekur á móti liði Fram. Fram er í 7. sæti með 21 stig en ÍBV í því þriðja með 24 stig. Keppnin um 2. til 7. sæti deildarinnar er mjög spennandi og því mikið undir.

Nýkrýndir bikarmeistarar taka svo við klukkan 16:00 þegar þær mæta Selfoss stúlkum. ÍBV stelpurnar hafa nú unnið nítján leiki í röð og geta með þeim tuttugasta tryggt sér deildarmeistaratitil Olísdeildarinnar 2023. Liðið varð síðast deildarmeistari árið 2004.