ÍBV varð í dag deildarmeistari í Olísdeild kvenna í handknattleik. Liðið innsiglaði titilinn með sigri á Selfoss á heimavelli, 41:27, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 21:15. Sigurinn var jafnframt sá tuttugasti í röð hjá liðinu. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2004 sem ÍBV verður deildarmeistari í handknattleik kvenna en um síðustu helgi vann liðið bikarkeppnina í fyrsta sinn eftir 19 ára bið.

ÍBV – Selfoss 41:27 (21:15).
Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 11/2, Harpa Valey Gylfadóttir 8, Sunna Jónsdóttir 7, Ingibjørg Olsen 4, Elísa Elíasdóttir 3, Birna Berg Haraldsdóttir 2, Amelía Einarsdóttir 2, Ólöf María Stefánsdóttir 1, Bríet Ómarsdóttir 1, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 1/1, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 16, 50% – Tara Sól Úranusdóttir 3, 30%.
Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 14/3, Hulda Hrönn Bragadóttir 5, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 11, 23,9% – Áslaug Ýr Bragadóttir 1/1, 14,3%.