Jafnréttisáætlun Vestmannaeyjabæjar var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Til stendur að endurskoða jafnréttisáætlun Vestmannaeyjabæjar á næstunni. Þann 14. mars sl., var tekin fyrir gerð jafnréttisáætlunar í fjölskyldu- og tómstundaráði, sem fer með hlutverk jafnréttisnefndar. Þar var samþykkt að stofna starfshóp sem vinnur að gerð nýrrar jafnréttisáætlunar. Óskað er eftir aðkomu fulltrúa bæjarráðs í hópinn, sem og framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og mannauðsstjóra Vestmannaeyjabæjar. Fjölskyldu- og tómstundaráð beindi niðurstöðu erindisins til bæjarráðs til ákvörðunar.

Bæjarráð tilnefndi í niðurstöðu sinni um málið Jónu Sigríði Guðmundsdóttur í starfshópinn. Með hópnum starfa jafnframt framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og mannauðsstjóri Vestmannaeyjabæjar.