Bæjarráð tók á fundi sínum í liðinni viku fyrir erindi framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs um heimild til að leita tilboða hjá söluaðilum og fjármagn til að kaupa 1.200 tvískipt sorpílát og fenúr merkingar til að líma á sorpílát. Vegna breytinga á sorphirðu og innheimtu á sorphirðugjöldum hefur verið ákveðið að taka upp tvískipt sorpílát fyrir óflokkanlegan og lífrænan úrgang. Ekki var gert ráð fyrir innkaupum á sorpílátum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 og því er óskað eftir heimild bæjarráðs fyrir kaupunum.

Gert er ráð fyrir að raunkostnaður bæjarins við kaupin verði enginn eftir því sem fram kemur í fundargerðinni.

Bæjarráð samþykkti í niðurstöðu sinni að leitað verði tilboða í sorpílát í samræmi við erindi framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.