Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út í morg­un til aðstoðar strand­veiðibát­ sem var í vand­ræðum með vél­búnað. Bát­ur­inn var stadd­ur fyr­ir utan Vest­manna­eyj­ar.

Útkall á björg­un­ar­skipið Þór barst klukk­an 5:49 í morg­un og var skipið lagt úr höfn í Vest­manna­eyj­um kl. rétt rúm­lega 6 til aðstoðar strand­veiðibát þar sem sjó­dæla um borð hafði gefið sig.

Þór var kom­inn að bátn­um um 20 mín­út­um síðar. Vel gekk að tengja drátt­ar­tóg á milli og tók Þór bát­inn í tog og dró inn til hafn­ar í Vest­manna­eyj­um. Einn maður var um borð, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Slysa­varn­ar­fé­lag­inu Lands­björgu.