Í dag fer fram þriðji leikur í undanúrslitaeinvígi ÍBV og Hauka í Olísdeild kvenna. Hvort lið hefur unnið einn leik til þessa, en það þarf þrjá sigra til þess að tryggja sér sæti í úrslitunum. Klukkan 18:30 verður boðið upp á upphitun fyrir Krókódílana. “Þar verða pizzur og drykkir í boði og við keyrum upp stemninguna. Fjölmennum í húsið og styðjum stelpurnar okkar til sigurs,” segir í tilkynningu frá ÍBV.

Annað sem er helst að frétta í handboltanum að boðið verður upp á rútuferð á fyrsta leikinn í einvígi ÍBV og FH í undanúrslitum Olísdeildar karla. Ísfélagið og Herjólfur bjóða þér frítt far. Ísfélagið býður stuðningsmönnum fría rútuferð og Herjólfur miða í ferjuna fyrir þá sem ferðast með rútunni. Leikurinn er á fimmtudaginn, 4.maí, kl.19:00 í Kaplakrika í Hafnarfriði.

Planið er eftirfarandi í tilkynningu frá ÍBV:
Herjólfur kl.14:30 frá Eyjum (frítt í Herjólf fyrir þá sem fara með rútunni). Farið á Ölhúsið í Hafnarfirði í upphitun og svo í Kaplakrika á leikinn, sem hefst kl.19:00. Þar myndum við alvöru Eyjastemningu og hvetjum peyjana okkar til sigurs!

Herjólfur frá Landeyjum kl.23:15
ATH, börn fædd 2008 og síðar þurfa að vera í fylgd með forráða-/ábyrgðarmanni!
Vinsamlegst fyllið út eftirfarandi form til að skrá ykkur í rútuferðina. Síðasti séns til að skrá sig er kl.19:00 miðvikudaginn 3.maí.