Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í gær, en á síðasta fundi ráðsins, sem haldinn var þann 4. maí sl., var ákveðið að fresta afgreiðslu erindis frá stjórn Herjólfs ohf. þar óskað var eftir samþykki bæjarráðs á hækkun gjaldskrár Herjólfs. Ákvað bæjarráð að óska eftir fundi með fulltrúum stjórnarinnar til þess að ræða þessar fyrirhugaðar hækkanir og var fundurinn haldinn fyrr um daginn.

Fram kemur í niðurstöðu um málið að eftir fund með fulltrúum stjórnar Herjólfs ohf. og ítarlega upplýsingar um rekstur félagsins, hefur bæjarráð ákveðið verða við beiðni stjórnarinnar um hækkun gjaldskrár Herjólfs.

Bæjarráð gerir þá kröfu að rekstur félagsins sé sjálfbær, en að gjaldskrárhækkunum verði ávallt stillt í hóf þannig að þær verði ekki umfram þróun verðlags á hverjum tíma. Þá er mikilvægt að kostnaðarliðir í rekstri félagsins séu áfram skoðaðir reglulega með hagræðingu í huga án þess að það skerði siglingaáætlun.