Verðlaunahóf HSÍ fór fram í Minigarðinum í dag. Kosið var um það eftir að deildakeppninni í vor lauk hverjir hverjir hefðu skarað fram úr á leiktíðinni, eða sem sagt áður en að úrslitakeppnin hófst. Leikmenn ÍBV voru áberandi á meðal sigurvegara.

Hinn 35 ára gamli Rúnar Kárason, hægri skytta ÍBV í vetur, var hins vegar valinn bestur í Olís-deild karla rétt eins og í úrslitakeppninni eftir að hafa orðið Íslandsmeistari. Hann kveður nú Eyjaliðið og spilar með Fram á næstu leiktíð. Elín Klara, leikstjórnandi Hauka, afrekaði það að vera kosin bæði best og efnilegust en hún er aðeins átján ára gömul.

Þjálfarar ársins í Olís-deildunum voru valdir þjálfarar deildarmeistaranna; Sigurður Bragason hjá kvennaliði ÍBV og Snorri Steinn Guðjónsson hjá karlaliði Vals, sem nú er orðinn landsliðsþjálfari.

Öll verðlaun á hófinu má sjá hér að neðan.

Háttvísiverðlaun HDSÍ:
Blær Hinriksson
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir

Dómarar ársins:
Anton Gylfi Pálsson
Jónas Elíasson

Olísdeildir:
Efnilegasti leikmaður Olísdeildar kvenna: Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar
Efnilegasti leikmaður Olísdeildar karla: Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding

Besti markvörður Olísdeildar kvenna: Marta Wawrzynkowska, ÍBV
Besti markvörður Olísdeildar karla: Björgvin Páll Gústavsson, Valur
Besti varnarmaður Olísdeildar kvenna: Sunna Jónsdóttir, ÍBV
Besti varnarmaður Olísdeildar karla: Alexander Örn Júlíusson, Valur
Besti sóknarmaður Olísdeildar kvenna: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV
Besti sóknarmaður Olísdeildar karla: Benedikt Gunnar Óskarsson, Valur

Þjálfari ársins í Olísdeild kvenna: Sigurður Bragason, ÍBV
Þjálfari ársins í Olísdeild karla: Snorri Steinn Guðjónsson, Valur
Besti leikmaður Olísdeildar kvenna: Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar
Besti leikmaður Olísdeildar karla: Rúnar Kárason, ÍBV
Sigríðarbikarinn: Sunna Jónsdóttir, ÍBV

Valdimarsbikarinn: Rúnar Kárason, ÍBV

Grill66 deildir:
Efnilegasti leikmaður Grill66 deildar kvenna: Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta
Efnilegasti leikmaður Grill66 deildar karla: Reynir Þór Stefánsson, Fram
Besti markvörður Grill66 deildar kvenna: Hildur Öder Einarsdóttir, ÍR
Besti markvörður Grill66 deildar karla: Sigurjón Guðmundsson, HK
Besti varnarmaður Grill66 deildar kvenna: Susan Ines Barinas Gaboa, Afturelding
Besti varnarmaður Grill66 deildar karla: Halldór Ingi Óskarsson, Víkingur
Besti sóknarmaður Grill66 deildar kvenna: Sylvia Björt Blöndal, Afturelding
Besti sóknarmaður Grill66 deildar karla: Símon Michael Guðjónsson, HK
Þjálfari ársins í Grill66 deild kvenna: Guðmundur Helgi Pálsson, Afturelding
Þjálfari ársins í Grill66 deild karla: Sebastian Alexanderson, HK
Besti leikmaður Grill66 deildar kvenna: Karen Tinna Demian, ÍR
Besti leikmaður Grill66 deildar karla: Símon Michael Guðjónsson, HK