Bæjarráð tók fyrir á fundi sínum í vikunni minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um ósk nokkurra foreldra barna á leikskólanum Kirkjugerði um að fella niður leikskólagjöld og fæðiskostnað þann tíma sem börnin eru heima vegna verkfalls félagsmanna í Stavey. Verkföllin hófust mánudaginn 22. maí sl. og hafa áhrif á leikskólavistun barna, þó mismikið.

Bæjarráð samþykkir í niðurstöðu sinni um málið að fella niður leikskólagjöld og fæðisgjöld hjá þeim börnum sem verða fyrir þjónustuskerðingu vegna verkfallsins. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að útfæra fyrirkomulag um niðurfellingu umræddra gjalda.