Í tilefni 50 ára goslokaafmælis verða hátíðarhöld vikulöng að þessu sinni, en Goslokahátíð fer fram 3. – 9. júlí. Í boði verða fjölbreyttir viðburðir, fjöldi ljósmynda- og myndlistasýninga, auk tónleika af ýmsu tagi bæði innan- og utandyra.

Barnadagskrá verður fjölbreytt og má þar nefna Goslokahlaup, Latabæ, BMX brós, Línu Langsokk og Lalla töframann í boði Ísfélags Vestmannaeyja. Sundlaugarpartýið og Landsbankadagurinn verða á sínum stað og einnig ratleikur í boði Íslandsbanka.

Goslokanefnd hefur lagt áherslu á að gera bæjarbrag hátíðarinnar sem mestan og sem lið í því átaki vill nefndin hvetja alla bæjarbúa og fyrirtæki til þess að skreyta umhverfi sitt í goslokalitunum. Goslokafánar og veifur eru til sölu í Safnahúsi Vestmannaeyja.

Goslokanefnd áskilur sér rétt til að breyta dagskrá ef þörf þykir og verða þær breytingar þá kynntar sérstaklega á Facebook síðu hátíðarinnar.

Þetta segir í tilkynningu Goslokanefndar.

Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér.