Í tilefni þess að í ár eru liðin 50 ár frá Goslokum í Vestmannaeyjum, og vikulöng hátíðarhöld standa fyrir, hafa Eyjafréttir opnað fyrir sérstakt svæði inn á vef sínum þar sem hægt verður að fylgjast með öllu því helsta sem framundan er tengt Goslokunum. Goslokanefnd hefur gefið út dagskrá fyrir hátíðina sem haldin verður dagana 3. – 9. júlí. Hátíðin er full af viðburðum, svo sem tónleikum, lista- og hönnunarsýningum, og barnaskemmtun Ísfélagsins. Eyjafréttir verða með puttann á púlsinum yfir þessi miklu tímamót, og óska lesendum og Vestmannaeyingum gleðilega hátíð.

Hægt er að senda inn ábendingar á frettir [hjá] eyjafrettir.is.