Það fjölgar enn í hópi listmanna í Herjólfsdal þar má fyrstan nefna Patri!k sem er búinn að slá eftirminnilega í gegn á árinu og fyrsti smellur hans „Prettyboitjokko“ er eitt mest spilaða lag ársins. Hann fylgdi partý smellinum eftir með öðrum eins sumar-smellum eins og HITIII á klúbbnum, ALLAR STELPURNAR, Gugguvaktin og Búinn að gleyma þér. Ráðning hans á stóra sviðið í Herjólfsdal er því vissulega mikill fengur fyrir þær þúsundir Þjóðhátíðargesta sem ætla að skemmta sér ærlega á hátíðinni í ár og ljóst að Prettyboitjokko mun keyra stemninguna í hæstu hæðir.

Einnig tilkynnir Þjóðhátíðarnefnd með stolti: Herra Hnetusmjör, Daniil, Jóa Pé & Króla og hina goðsagnakenndu sveitaballa hljómsveit Vini, Vors og Blóma sem mæta aftur til Vestmannaeyja eftir langt hlé.

Dagskrá:
Bríet, Friðrik Dór, Stjórnin, Klara Elías, Emmsjé Gauti, XXX Rottweiler, Páll Óskar, Una Torfa, Jóhanna Guðrún, Birnir, Diljá, Jón Ólafsson ásamt Hildi Völu, Birni Jörundi og Daníel Ágústi, Stefanía Svavars og Elísabet Ormslev.

Forsala er í fullum gangi á dalurinn.is