Í goslokavikunni þann 4. júlí nk. ætla ættingjar Oddgeirs Kristjánssonar að afhenda Byggðasafni Vestmannayja píanó, gítar, fiðlu og horn Oddgeirs, sem mörg lög hans voru samin á. Í tilefni þess ætlar alþýðutónlistarhópurinn Vinir og vandamenn að efna til tónleika og flytja bæði þekktari lög Oddgeirs sem og þau sem sjaldan eru spiluð. Gerð verður grein fyrir tilurð og bakgrunni laganna þar sem það á við.

Afhending hljóðfæranna fer fram kl. 19:30 í Sagnheimum og tónleikarnir hefjast strax í kjölfarið.

Með Vinum og vandamönnum kemur fram gestasöngvarinn og Eyjamærin Silja Elsabet Brynjarsdóttir.

Vini og vandamenn skipa að þessu sinni:

Hafsteinn Guðfinnsson, tengdasonur Oddgeirs
Leifur Geir Hafsteinsson, barnabarn Oddgeirs
Birgir Hrafn Hafsteinsson, barnabarn Oddgeirs
Þórólfur Guðnason, tengamóðursonur Oddgeirs
Hafsteinn Þórólfsson, barnabarnabarn Oddgeirs
Gísli Helgason, tónlistarlegur stjúpsonur Oddgeirs
Ólafur Ástgeirsson, bestuvinasonur Oddgeirs (sonur Ása í Bæ)
Kristján Steinn Leifsson, barnabarnabarn Oddgeirs
Hafsteinn Breki Birgisson, barnabarnabarn Oddgeirs