Brenna var tendruð á Fjósakletti á miðnætti eins og löng hefð er fyrir. Fyrst er getið um brennu á Fjóskakletti árið 1929, en varðeldar í Herjólfsdal höfðu tíðkast á Þjóðhátíðum í smærri stíl frá árinu 1908.

Brennan er einn af hápunktum Þjóðhátíðar og vinsælt myndefni í gegnum tíðina. Það er vel þekkt að brennan hrynur oftar en ekki niður til austurs þegar líður á nóttina. Haraldur Halldórsson var með myndavélin á lofti í gær eins og svo oft áður og náði því á myndband þegar að brennan hrundi með tilþrifum í gærkvöldi. Hann tók einnig myndina sem fylgir fréttinni. Myndbandið má sjá hér að neðan.