Arnar Dan Vignisson 

 

Aldur: 7 ára. 

Fjölskylda: Mamma heitir Arndís og pabbi heitir Vignir, Ísak stóri bróðir, hann er í löggunni, og Arnaldur Sær litli bróðir. Svo eigum við hund sem heitir Perla. Ég á líka frænku sem heitir Dísella. 

Hvað er Þjóðhátíð? Þegar allir tjalda og syngja í brekkunni og eru fram á nótt. 

Hvað er skemmtilegast við Þjóðhátíð? Að kaupa nammi og dót. 

Hvað hefur þú farið oft á Þjóðhátíð? Fimm sinnum. 

Hvað er uppáhalds þjóðhátíðarlagið þitt? Ég fer á Þjóðhátíð, oohh ooohhh” (FM95Blö). 

Ertu spennt/ur að byrja aftur í skólanum bráðum? Já já. 

 

Emilía Dís Karlsdóttir 

Aldur: 6 ára. 

Fjölskylda: Kalli, Emma og svo Emil bróðir. 

Hvað er Þjóðhátíð? Maður heldur upp á risastóra veislu sem er í þrjá daga. 

Hvað er skemmtilegast við Þjóðhátíð? Að syngja og dansa upp á sviði og stundum í brekkunni. 

Hvað hefur þú farið oft á Þjóðhátíð? 6 sinnum. 

Hvað er uppáhalds þjóðhátíðarlagið þitt? Í dalinn, það er svo fyndið. 

Ertu spennt/ur að byrja aftur í skólanum bráðum? Já ógeðslega ógeðsla spennt. 

 

Eva Laufey Leifsdóttir 

Aldur: 9 ára. 

Fjölskylda: Mamma mín heitir Gígja og pabbi minn Leifur og svo litli bróðir minn Aron Dagur og ég. 

Hvað er Þjóðhátíð? Það er að sitja í brekkunni og hlusta á tónlist. Borða og sitja í tjaldinu.  

Hvað er skemmtilegast við Þjóðhátíð? Sitja í brekkunni og hlusta. Taka þátt í söngvakeppninni.  

Hvað hefur þú farið oft á Þjóðhátíð? Alltaf held ég. 

Hvað er uppáhalds þjóðhátíðarlagið þitt? Göngum í takt og Þúsund hjörtu. 

Ertu spennt/ur að byrja aftur í skólanum bráðum? Já, hlakka til að hitta alla krakkana í skólanum. 

 

Eyþór Addi Sæþórsson 

 

Aldur: 8 ára. 

Fjölskylda: Mamma, pabbi, Bjartey Ósk stóra systir og Ari Fannar litli bróðir. 

Hvað er Þjóðhátíð? Það er hátíð sem var haldin þegar sumarið var búið í gamla daga. Núna er það hátíð til að hafa gaman. 

Hvað er skemmtilegast við Þjóðhátíð? Sprauta línuspreyi á aðra.  

Hvað hefur þú farið oft á Þjóðhátíð? Fimm sinnum. 

Hvað er uppáhalds þjóðhátíðarlagið þitt? Göngum í takt með Hreimi. 

Ertu spennt/ur að byrja aftur í skólanum bráðum? Já já. 

 

Fannar Ingi Eyþórsson 

Aldur: 9 ára. 

Fjölskylda: Pabbi minn heitir Eyþór og mamma mín heitir Andrea. Svo á ég bróðir Kjartan Freyr og systir mín heitir Ísalind. 

Hvað er Þjóðhátíð? Það er hátíð sem er haldin í dalnum sem er ógeðslega skemmtileg. 

Hvað er skemmtilegast við Þjóðhátíð? Ég hitti frænkur mínar og frænda og svo er brennan mjög spennandi og fáum okkur gott að borða og svo vaki ég lengi. 

Hvað hefur þú farið oft á Þjóðhátíð? Allar sem hafa verið haldnar frá því ég fæddist. 

Hvað er uppáhalds þjóðhátíðarlagið þitt? Þúsund hjörtu með Emmsjé Gauta og Fm95Blö Ft. Jóhanna Guðrún – Ég ætla að sigra Eyjuna eru mjög skemmtileg og uppáhalds. 

Ertu spennt/ur að byrja aftur í skólanum bráðum? Smá, hlakka til að hitta krakkana og líka hitta kennarann og aðstoða kennarann.  

 

Myrra Rún Bjarnadóttir 

Aldur: Er alveg að verða 8 ára. 

Fjölskylda: Mamma mín heitir Arna og pabbi heitir Bjarni, svo á ég líka tvö systkini sem heita Einar Bent og Björt. 

Hvað er Þjóðhátíð? Eitt stórt partý – bara allir að skemmta sér saman (eins og að fagna nýju ári). 

Hvað er skemmtilegast við Þjóðhátíð? Mér finnst brekkusöngurinn og söngvakeppnin fyrir krakkana skemmtilegast. 

Hvað hefur þú farið oft á Þjóðhátíð? Hef aldrei sleppt Þjóðhátíð síðan ég fæddist. 

Hvað er uppáhalds þjóðhátíðarlagið þitt? Takk fyrir mig. 

Ertu spennt/ur að byrja aftur í skólanum bráðum? Jáá, soldið.