Mennta- og barnamálaráðuneytið boðar til fundaraðar um breytingar á aðalnámskrá leikskóla sem taka gildi 1. september 2023. Áætlað er að breytingarnar verði að fullu innleiddar í leikskólum landsins 1. ágúst 2024.

Breytingarnar skýra nánar hlutverk leiksins sem námsleið leikskólans og hvernig meta megi með reglubundnum hætti, og með virkri þátttöku barna, viðhorf, líðan og stöðu þeirra.

Í breytingunum er jafnframt aukin umfjöllun um sjálfsprottinn leik barna, yngstu börnin í leikskólum, áhrifamátt barna og trú þeirra á eigin getu, jöfnun félags- og menningarlegra aðstæðna barna og mikilvægi þess að tilheyra leikskólasamfélaginu.

Þá er einnig fjallað í auknum mæli um skapandi leikskólastarf með opið og sveigjanlegt skipulag þar sem fjölbreyttar námsaðferðir og leikur barna eru í forgrunni. Hlutverk og ábyrgð leikskólakennara og starfsfólks, og mat á námi barna í gegnum leik eru einnig tekin fyrir.

Hér er hægt að smella til að lesa um hvar og hvenær sé hægt að fá kynningu á helstu breytingunum.