Kór Lindakirkju ásamt hljómsveit heldur gospeltónleika laugardaginn 23.september, kl. 17, í Höllinni í Vestmannaeyjum.
Kórinn þarf vart að kynna en hann hefur starfað undir stjórn gospel snillingsins, Óskars Einarssonar í rúm 13 ár. Sungið er í messum í Lindakirkju á sunnudagskvöldum og einnig hefur kórinn tekið þátt í ýmsum verkefnum, s.s. Jesus Christ Superstar og The Greatest Showman. Kórinn gaf út geisladiskinn “Með fögnuði” árið 2014 og er hann nú aðgengilegur á Spotify.
Hljómsveitina skipa Óskar Einarsson píanó og stjórnandi, Páll E. Pálsson bassa, Pétur Erlendsson gítar og Brynjólfur Snorrason trommur.
Hljóðmaður er Hrannar Kristjánsson.
Á dagskránni eru lög af ýmsu tagi, gospel, frumsamin og heimsþekkt.
Miðasala fer fram á tix.is og við innganginn, miðaverð kr. 3.000.