Það var skemmtileg samkoma sem fram fór í safnaðarheimili Landakirkju í gær þegar kórar í Vestmannaeyjum leiddu saman hesta sína. Það voru Kór Landakirkju, Kvennakór Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja sem héldu eins konar kóramót og buðu Eyjamönnum að hlíða á afraksturinn. Æfingar hafa staðið yfir bæði sameiginlegar og hver kór fyrir sig síðustu vikurnar. Tilgangur mótsins var að kórafólk í Eyjum hittist og fái smá innsýn í það sem er að gerast í hinum kórunum. Einnig að auka áhuga almennt á kórsöng.

Gestir skemmtu sér konunglega en rúmlega 50 manns komu saman og sungu lög úr ýmsum áttum. Það er sannarlega blómlegt og skemmtileg kórastarf í Vestmannaeyjum og eins og Jarl Sigurgeirsson kom inná þegar hann bauð gesti velkomna þá er pláss fyrir fleiri í öllum kórum og vel tekið á móti nýliðum.