Fyrirhuguð íbúðarbyggð á Malarvellinum við Löngulág voru til umtæðu á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni um er að ræða skipulagsáætlanir á svæði ÍB-5. Skipulagsfulltrúi lagði fram skipulags- og matslýsing fyir breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 og nýtt deiliskipulag miðlægrar íbúðabyggðar á svæði kenndur við malarvöll og Löngulág.

Meðal helstu breytingar eru:

Aukinn fjöldi íbúða: Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir a.m.k. 40 íbúðum á ÍB-5. Gert er ráð fyrir að hámarksfjöldi íbúða verði hækkaður og verði allt að 100 íbúðir.

Breyttur fjöldi hámarkshæða: Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir lágreistri byggð, hámark 2 hæðir. Hámarksfjöldi er hækkaður í 3 hæðir með möguleika á inndreginni 4. hæð. Huga ber sérstaklega vel að því að húsnæði sem er 3-4 hæðir falli vel að landslaginu og að aðliggjandi svæðum.

Nýr leikskóli: Samkvæmt gildandi skipulagi er gerð grein fyrir samfélagsþjónustu sem þegar er á svæðinu; grunnskóla, kirkju og framhaldsskóla og tilgreindur möguleiki á frekari uppbyggingu samfélagsþjónustu á svæðinu.
Gildandi skipulagi verður breytt og þar tilgreint að gert skuli ráð fyrir 6-10 deilda leikskóla við Kirkjuveg.

Ráðið samþykti í niðurstöðu sinni að auglýsa fyrirliggjandi skipulags- og matslýsingu.

Skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015 – Malarvöllur 16_10.pdf