Staðfest er að Erlingur Richardsson er hættur sem landsliðsþjálfari Sádi- Arabíu í handbolta.

Í tilkynningu frá Rúv segir: „Samningurinn var útrunninn, fá verkefni framundan og krafa um að ég þyrfti að búa í Sádi-Arabíu ef ég gerði nýjan samning. Ég hafði ekki áhuga á því,“ sagði Erlingur við RÚV. Hann tók við þjálfun liðsins í ágúst og stýrði liðinu í forkeppni Ólympíuleikanna þar sem liðið hafnaði í 3. sæti A-riðils. Japan undir stjórn Dags Sigurðssonar vann eina örugga Asíusætið á leikana.

Erlingur stýrði svo Sádi-Arabíu á Asíumótinu nú í janúar þar sem liðið endaði í 9. sæti mótsins. Áður hefur Erlingur stýrt hollenska landsliðinu, Füchse Berlín í Þýskalandi, West Wien í Austurríki, karla- og kvennaliðum ÍBV og HK og kvennaliði Vals.