Nú er ljóst að ÍBV og Valur mætast í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta í Laugardalshöll á laugardaginn. Eyjamenn höfðu betur gegn Haukum, 33:27 í fyrri leik undanúrslitanna í kvöld. Voru yfir allan tímann og var staðan 17:13 í hálfleik. Valur hafði yfirhöndina í leik gegn Stjörnunni og sigraði 32:26 í seinni leiknum.

Það má því búast við hörkuleik á laugardaginn og víst er að Eyjamenn, bæði á velli og í stúku munu leggja allt í sölurnar til að koma dollunni í dallinn svo vitnað sé í Kára Kristján eftir leikinn. Það sama munu Valsarar gera þannig að framundan er spennandi og skemmtilegur leikur.

Markaskorar ÍBV:

Daniel Vieira – 6
Elmar Erlingsson – 6 / 4
Kári Kristján Kristjánsson – 6
Arnór Viðarsson – 6
Dagur Arnarsson – 4
Andrés Marel Sigurðsson – 2
Sigtryggur Daði Rúnarsson – 2
Gabríel Martinez Róbertsson – 1

 Varin skot:

 Petar Jokanovic – 13 / 2
Pavel Miskevich – 1 / 1

Mynd Sigfús:

Eyjamenn fagna Íslandsmeistarartitli eftir hörku einvígi gegn Haukum á síðasta ári.