Fimm þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins lögðu til á Alþingi í gær að óbyggðanefnd hætti málsmeðferð varðandi eyj­ar, hólma og sker, eða svæði 12 í kröfu­gerð rík­is­ins, sem nokkuð hef­ur verið fjallað um síðustu vikur.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra mælti stjórnarfrum­varpi til laga um breyt­ing­ar á lög­um um þjóðlend­ur og ákvörðun marka eign­ar­landa, þjóðlendna og af­rétta 22. febrúar síðastliðinn.

breyt­inga­til­lög­unni við frum­varpið standa þing­menn­irn­ir Teit­ur Björn Ein­ars­son, Birg­ir Þór­ar­ins­son, Vil­hjálm­ur Árna­son, Jón Gunn­ars­son og Óli Björn Kára­son en Teit­ur mælti fyr­ir til­lög­unni.

Í greinargerð með tillögunni segir: Í 1. tölul. er lagt til að valdsvið óbyggðanefndar verði takmarkað við landsvæði innan meginlandsins og í 3. tölul. er fellt brott ákvæði um málsmeðferð mála sem taka til landsvæða sem eru utan þess svæðis, þ.e. eyjar, sker, drangar o.fl. Hefur breytingin í för með sér að öll yfirstandandi mál sem taka til landsvæða utan meginlandsins falla niður.