5×5 áskorunin verður í Eyjum 15. október næstkomandi en mótið er hluti af EAS þrekmótaröðinni. Mótið var fyrst haldið í Eyjum í fyrra og tókst afar vel og nú á að endurtaka leikinn og gera enn betur. Skráning í mótið hefst 15. september og lýkur níu dögum fyrir mót. Heyrst hefur að nokkrir Eyjamenn ætli að taka þátt í mótinu í ár en mótið er gífurlega erfitt og ekki fyrir nema einstaklinga í mjög góðu formi. Nokkrir slíkir finnast í Eyjum.