Eyjakonur í handboltanum gerðu góða ferð í Hafnarfjörð í gær þegar þær mættu Haukum í Olísdeildinni. Úrslitin urðu 23:24 en í hálfleik var staðan sextán mörk gegn ellefu okkar konum í vil. Er ÍBV í þriðja sæti deildarinnar.
Á Skaganum var ÍBV í þægilegri stöðu, 2:0 yfir gegn ÍA í næst síðasta leik neðri hlutans í úrslitakeppni Bestu deildarinnar í gær. Skagamenn, sem eru fallnir voru ákveðnir í sýna reisn og með mikilli harðfylgni og smá heppni skoruðu þeir þrjú mörk undir lokin og lokatölur urðu 3:2. Áður hafði ÍBV tryggt sæti sitt í deild hinna bestu að ári.
Mynd: Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst