Á Selfossi starfar kvennakórinn Jórur undir stjórn Hlínar Pétursdóttur.
Þær hittast einu sinni í viku og syngja saman. Sönglagavalið hjá þeim er fjölbreytt en þó frekar í léttari kantinum. Jórurnar hvetja allar áhugasamar konur að koma og kynna sér kórstarfið. Æfingar eru kl. 20 alla miðvikudaga í sal Karlakórs Selfoss að Gagnheiði 40 á Selfossi gengið er inn frá Eyrarvegi. Æft er í 2-3 klst í senn.
Fyrsta æfing er í kvöld miðvikudaginn 10. september og heitt verður á könnunni kl. 19-20 um leið og vetrarstarfið verður kynnt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst