Einn besti hlaupari sem Íslendingar hafa átt, Kári Steinn Karlsson hefur ákveðið að taka þátt í Vestmannaeyjahlaupinu. Hann ætlar að hlaupa 21 km. en hann sigraði í sömu vegalengd í Reykjavíkurmaraþoni fyrir skömmu, fór á tímanum 1:05:35. Kári Steinn mun taka þátt í Berlínarmaraþoni eftir 2 vikur þar sem hann ætlar í heilt maraþon.