Laxey tilkynnti um það í byrjun vikunnar að tekið hafi verið á móti þriðja laxahrognaskammtinum hjá fyrirtækinu.
Fram kemur á veffréttasíðu Laxeyjar að fyrirtækinu hafi í þetta sinn borist skammtur frá Benchmark Gentics upp á 900 þúsund hrogn. Það sé 75 prósent af heildarframleiðslugetu stöðvarinnar.
Þar segir jafnframt að í seiðastöðinni séu núna lífmassi í þremur kerfum af fjórum, klakstöðinni, RAS1 og svo RAS2, og vegnar lífmassanum mjög vel í öllum stigum framleiðslunnar.
Fjórði skammturinn er sagður muna koma í haust og verði hann fyrsti heili skammturinn, 1.200 þúsund hrogn. „Mun það marka mikil tímamót hjá Laxey sem mun þá vera með framleiðslu á öllum stigum seiðastöðvarinnar.“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst