Opnunarhátíð MATEY Seafood Festival verður í Sagnheimum í Safnahúsinu í dag, 4. september kl. 17:00.
Þetta árið verða eingöngu konur í forystuhlutverki á MATEY, en allir gestakokkarnir eru öflugir kvenleiðtogar í matreiðslu og koma víða að.
Adriana Solis Cavita frá Mexíkó verður á veitingastaðnum GOTT, Rosie May Maguire frá Bretlandi verður á Slippnum, og Renata Zalles frá Bolivíu verður á Einsa kalda.
Dagskráin
- Setning hátíðarinnar í Safnahúsinu í Eyjum
- Tónlistarfólk úr Eyjum spilar létta tóna.
- Kynningar og smakk á matvælum úr Eyjum frá VSV, Ísfélagi Vestmannaeyja, og Brothers Brewery. Frumsýning og kynning á nýjum bjór frá Brothers Brewery, veitingar frá Ölgerðinni
- Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri opnar hátíðina.
- Sjávarsamfélagið Vestmannaeyjar
Frosti Gíslason
- Kynning á sigurvegurum í matreiðslukeppni Íslandsstofu / Seafood from Iceland
- Hugmyndafræði matarhátíðarinnar og hráefnið.
Gísli Matthías Auðunsson og
Kynning matreiðslumeistaranna
Kynning á gestakokkum og réttum hátíðarinnar.
- Listasýningin ,,Sjávarsamfélagið”
Listakonur úr Listafélaginu Litku sýna