Falla frá sölu á Eygló
17. febrúar, 2025
linuborun_0423
Ljósleiðari lagður. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Stjórn Eyglóar – eignarhaldsfélags um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum – mætti á fund bæjarráðs í síðustu viku og fylgdi eftir tillögu sinni þess efnis að falla frá viðskiptum um sölu á Eygló og afturkalla samrunaskrá í samráði við Mílu hf. Tillagan byggir á því að ekki eru forsendur til að halda málsmeðferð áfram í því samrunamáli sem samkeppnieftirlitið hefur nú til meðferðar.

Fyrir liggur að brýn þörf er á að halda áfram uppbyggingu á fjarskiptainnviðum í Vestmannaeyjum til að tryggja öllum íbúum aðgang að háhraðatengingum. Haldi samrunamálið áfram næstu mánuði í óvissu um hver endanleg niðurstaða samkeppnisyfirvalda verður, er ljóst að tafir munu verða á frekari uppbyggingu háhraða-tenginga í Vestmannaeyjum.

Fram kemur í niðurstöðu að bæjarráð samþykki samhljóða tillögu stjórnar Eyglóar um að falla frá viðskiptunum og tilkynna það samkeppniseftirliti.

 

Bærinn með ljósleiðara Eyglóar í lokuðu söluferli – Eyjafréttir

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst