Eftir rúmlega árs pásu stígur Molda aftur á sviðið með ferskt efni og nýjar tónlistarlegar áherslur. Hljómsveitin sækir innblástur í grunge-tímabilið og má þar greina áhrif frá sveitum á borð við Audioslave, Soundgarden og Foo Fighters.
Nýja lagið Kill It with Kindness markar upphaf nýs kafla í ferli sveitarinnar, og von er á frekara efni frá Moldu í byrjun næsta árs. Upptaka fór fram í: Stúdíó Paradís og Stúdíó Á11. Upptökustjórn og hljóðblöndun: Ásmundur Jóhannsson og Helgi R. Tórz. Mastering: Finnur Hákonarson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst