Guðrún Jónsdóttir og fjölskylda hafa nú um nokkurt skeið auglýst eftir kettinum sínum honum Mosa sem týndist fyrir um mánuði síðan. En þau fjölskyldan ættleiddu hann frá Kattholti þegar kettlingurinn þeirra varð fyrir bíl.
Um helgina gerðist hið ótrúlega þegar Guðrún fékk símtal frá Kattholti. Í símtalinu var hún spurð hvort hún væri ekki eigandinn af Mosa sem hún svaraði játandi, hann reyndist þá vera komin til þeirra í Kattholt, alla leið frá Vestmannaeyjum, en hjón sem búa í Hvassaleitinu í Reykjavík fundu köttinn og komu honum þangað.
Guðrún setti þessa færslu á facebook síðu sína, sem segir allt sem segja þar.