Af hverju sleit B-listinn samstarfinu?

Í gær sleit Framsóknarflokkurinn í Árborg meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Raunverulegar ástæður þessarar ákvörðunar eru fyrst og fremst ágreiningur um skipulagsmál, launamál bæjarfulltrúa og trúnaðarbrestur.

Sjálfstæðismenn hafa lagt áherslu á fagleg vinnubrögð í skipulagsmálum og að vinna með hag íbúa að leiðarljósi. �?eir höfnuðu hugmyndum framsóknarmanna um stórfelldar launahækkanir bæjarfulltrúa og hlunnindagreiðslur til handa formönnum nefnda. Sjálfstæðismenn héldu trúnað í meirihlutasamstarfinu allt til loka, þegar fulltrúar B-lista Framsóknarflokks gengu gegn fyrri samþykkt meirihlutans á byggingar- og skipulagsnefndarfundi í gær.

Skipulagsvandi �? arfleifð frá fyrri bæjarstjórn

Skipulagsstofnun hefur gert alvarlegar athugasemdir við tillögu um deiliskipulag við Austurveg 51-59 og fjölmargir íbúar hafa mótmælt fyrirætlunum harðlega, enda er hér gengið gegn áliti fagaðila. Sjálfstæðismenn lögðu til leiðir til lausnar, m.a. annars með því að málið yrði sett í faglegan farveg og hins vegar að samstarfsflokkarnir ynnu að málamiðlun. Hvoru tveggja var hafnað af framsóknarmönnum.

Launakröfur framsóknarmanna �? óásættanleg hækkun

Hugmyndir framsóknarmanna um stórfellda hækkun launa og hlunninda voru óásættanlegar. Um var að ræða hækkun á heildarlaunalið bæjarfulltrúa og nefndarmanna um 43% á milli áranna 2006 og 2007. �?á hefðu laun eins bæjarfulltrúa B-lista hækkað enn meira eða um liðlega 75 prósent; úr 174.400 krónum í 305.800 krónur. Árlegur kostnaður hefði verið 8,5 milljónir króna. Sjálfstæðismenn lögðu til að í stað hækkunar launa til bæjarfulltrúa yrði samsvarandi fjárhæð varið í íþróttastarf barna og unglinga. �?að fékk ekki undirtektir hjá framsóknarmönnum.

D-listinn vinnur af heilindum �? nú sem fyrr

D-listi Sjálfstæðisflokks hefur unnið af fullum heilindum fyrir íbúa Árborgar og lagt áherslu á uppbyggingu í íþróttamálum, bætt skipulagsmál og traustari fjármálastjórn. Vilji íbúanna endurspeglaðist vel í úrslitum kosninganna í vor þegar fyrri bæjarstjórn Samfylkingar og Framsóknar féll og Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig tveimur fulltrúum. Vilji kjósenda var skýr: Breytinga var þörf. Framsóknarmenn reyndu að mynda meirihluta með Samfylkingu og VG. Sú tilraun mistókst. Nú hálfu ári síðar reyna þeir á ný. Íbúar í Árborg þurfa staðfasta bæjarstjórn sem er tilbúin að taka á rekstri bæjarins og horfa til framtíðar í lykilmálum. Upplausn í bæjarmálunum er íbúunum dýrkeypt. Væntingar um metnað í íþróttastarfi, fagleg vinnubrögð í skipulagsmálum, lækkaðar álögur á eldri borgara og jafnvægi í rekstri eru sett í uppnám. Framsóknarmenn sýna fáheyrt ábyrgðarleysi með ákvörðun sinni og sér ekki fyrir endann á hve miklum skaða hún mun valda.

Bæjarfulltrúar D-listans munu áfram sem hingað til vinna af einurð fyrir íbúa Árborgar, hvort sem um er að ræða í minnihluta eða í meirihluta. �?rlausnarefnin eru enn þau sömu og þau voru. Breytinga er þörf.

2. desember 2006

Sjálfstæðismenn í Árborg

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.