Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gærkvöldi var samþykkt ályktun í sex liðum þar sem bæjarstjórn leggur fram tillögur um mótvægisaðgerðir sem gagnast sjávarútvegsfyritækjum og sjávarbyggðum. Bæjarstjórn lýsir jafnframt þungum áhyggjum vegna stöðu mála í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum, 3,8 milljarða tap sé fyrirsjáanlegt vegna aflabrests í loðnuveiðum sem bætist ofan á 3,6 milljarða tap vegna niðurskurðar í þorskkvóta. Ályktunina má lesa í heild sinni hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst