Breytingar á lóðum Grunnskóla Vestmannaeyja
30. ágúst, 2018

Á fundi fræðsluráðs síðastliðinn mánudag var kynnt áætlun um breytingar á skólalóðum Hamarsskóla og Barnaskóla. Fengnir voru landslagsarkitektar til að leggja upp drög að lagfæringum og framkvæmdum við lóðirnar sem unnið verður eftir. Sem dæmi á að endurnýja yfirborð skólalóðanna a.m.k. að hluta, setja upp fjölbreytt leiktæki og leiksvæði, lýsing verður bætt, bætt við hjólastæðum, gert ráð fyrir aðstöðu til útikennslu o.fl. Hér að neðan birtum við þessar tillögur en þess bera að geta að eingöngu er um drög að ræða og geta þau tekið töluverðum breytingum.

Drög að fyrirhuguðum breytingum á lóð Barnaskóla

Barnaskólinn

Aðkoma að svæðinu er óbreytt , stæði kennara óbreytt nema að bent er á þann möguleika að sorpgámi mætti koma fyrir á reitnum þar sem laus kennslustofa stóð áður og gera flokkunarmöguleika á því svæði, og loka því af með skermveggjum.

Núverandi klifurtæki og rólur ásamt gúmmíhellum við aðkomu skólans er óbreytt þar sem það er nýlega framkvæmt. Laga þarf og bæta aðlögun á því svæði þar sem frágangi þar er ábótavant.

LEIKSVÆÐI
Við teljum að bestu svæði lóðar, lóðin sunnan við hús sé illa nýtt og að leiksvæðin séu of dreyfð um lóðina og væri betra að hafa leiksvæðið nær byggingum, bæði minni fjarlægðir og meira skjól. Því er lagt til að endunýja yfirborð að hluta nær skólanum og útbúa þar dvalarsvæði nemenda og síðan fast þar við leiksvæði á gervigrasi með fjölbreyttum leiktækjum. Sjá teikningu 2.

Framan við skólabyggingu að suðvestanverðu er gert dvalarsvæði, þar fjær sett upp þrautabraut á gervigras ( mætti einnig vera hreystitæki ). Sjá teikningu 3. Þar sunnan við eru gamlir steyptir veggir og mætti nota þá sem undirstöðu við byggingu setpalla , í mismunandi hæð sem einnig gætu nýst til útikennslu og til leikja. Það býður einnig uppá möguleika á þvi að koma fyrir klifurvegg. Þar við er einnig gert svæði fyrir tvö trambolín á upphækkuðum hluta setveggja svæðis.

Nota má núverandisteypta veggi sunnan við skólan og nota sem grunn til þess að byggja setsvæði og jafnvel láréttan klifurvegg eins og hér er sýnt.

Lagt er til að boltavellir á suðvesturhluta lóðar verði með boltagirðingu ásamt því að sett yrði gúmmílag yfir vellina og þeir málaðir.

Hér er eldra malbikssvæði sem hefur verið meðhöndlað með þunnu gúmmílagi og síðan lituðu yfirlagi og girt boltagirðingu eins og hér er lagt til.

Ekki er miklu breytt við brettavöll nema að aðkomur yrðu skilgreindar með hörðu yfirborði og síðan yrði settur kantsteinn á mörk grass og malbiks og brekkurnar endurlagðar með torfi.

Gerður yrði gervigrasvöllur austan við núverandi battavöl og er hann færður fjær Kirkjulóðinni frá fyrri tillögum og þá hringleið umhverfis hann. Grasflötin á suðausturhluta lóðar yrði sléttuð og endurtyrfð sem leikflöt og tækin þar fjarlægð.

Bætt væri við hjólastæðum miðað við 20 prosent regluna ( 20 prosent af fjölda nemenda og starfsfólks) og væru hjólastæðin miðað við Breeam kröfur.

Sett er hringkarfa við vesturgafl byggingar með þremur körfum á og málað hringir á malbik ásamt málun hlaupabrautar, íslandskorts, og poko leikja.

Gróðursett er á útjöðrum lóðar og almennt þá er öllum sárum lokað og lóðin yfirfarin í heild þannig að hún verði snyrtilegra en hún er í dag.

Ekki er gert ráð fyrir miklum breytingum á norðausturhorni lóðar, en í fyrri tillögum var gert ráð fyrir möguleika á bílastæði þar en ekki er lagt til að það sé gert nema þörfin kalli á það, stæðið er í halla og er nýtingin ekki uppá það besta.

Laga þarf og mála steypta veggi sem eru á lóðinni og er lagt til að þeim sé haldið.

LÝSING
Bæta þarf lýsingu lóðar og fjölga stólpum. Það hefur ekki verið sett inn á teikningu en alment þá hafa kröfur um lýsingu skólalóða verið auknar.

EFNISNOTKUN
Efnisval á leiksvæðum er hellur, malbik, gras og gervigras og við leiktæki fallvarnarefni skv. öryggisstöðlum. Gert er ráð fyrir að bæta gúmmílagi á boltavöllum og gervigrasi. Hönnun gerir ráð fyrir að neyðarbílar/rekstarbílar komist að um alla lóð.

Á teikningu eru teiknaðir margskonar leikir á malbik, ýmist hreyfileikir eða leikir til lærdóms. Þetta gæti aukið gæði lóðarinnar og aukið hreyfileika enn frekar á einfaldan máta.

Auðvelt væri að áfangaskipta svæðunum í tvo til fjóra áfanga.

Undir þessar tillögur að endurgerð lóðar við Barnaskóla rita Pétur Jónsson landslagsarkitekt og Matthildur Sigurjónsdóttir landslagsarkitekt.

 

Drög að fyrirhuguðum breytingum á lóð Hamarsskóla

HAMARSSKÓLI

Aðalaðkoma að skólasvæðinu eru þrjár, frá Bessahrauni, Hraunvegi og frá Goðahrauni en aðalinngangur skólans liggur frá Bessahrauni en þar eru í dag um 38 bílastæði ásamt stæðum við innganginn. Við Hraunveg eru um 9 sleppistæði ásamt stæði fyrir fatlaða, og við Goðahraun er hringvegur með sleppistæðum. Auk þess er sleppistæði við Bessahraun. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á bílastæðum fyrir utan að færa bílastæði frá aðalinngangi og betri afmörkun á sleppistæði við Bessahraun.

Leiksvæðin eru hönnuð með þarfir mismunandi skólastiga í huga en jafnframt samtengt. Þannig eru leiksvæðin skipt upp eftir skólastigum og leiktæki valin í samræmi við það.

Endurbætt eru tvö nærsvæði skólans, annað fyrir yngstu börnin frá 5 ára aldri við austurhlið lóðar og hitt fyrir elstu börnin á vesturhlið lóðar, þó samnýta megi þau enda aðgengileg öllum. Dvalarsvæði eru nær byggingu en leikflatir og hreyfileikir fjær.

Við undirstrikum í tillögunni okkar göngu/hjólaleiðir betur inn á svæðið til að gera þær öruggari og markvissari. Núv. göngustígur sem tengist Bessahrauni inn á lóðina færum við að núverandi bílastæðum svo hægt sé að samnýta stíginn en í dag er grasbakki við enda bílastæðanna.

Sleppistæðið við Bessahraun afmörkum við betur með kantsteini og stétt meðfram til að tengja betur við stígana inn á lóðina og tryggja betur öryggi barna.

Við undirstrikum göngutengingarnar betur frá Áshamri inn á lóðina norðanmegin og bætum við tveimur tengingum frá Foldahrauni á suðurhlið lóðar.

AUSTURHLIÐ LÓÐAR
Austurhlið lóðar. Núverandi hellum uppvið lóð er haldið en er breikkað þar sem dvalarsvæðið er stækkað. Í stað grasfláa koma þrep/rampur og beð sem afmarka dvalarsvæðið frá leiksvæðinu fyrir neðan. Fjögur þrep eru niður á leiksvæðið, ca. 60 cm hæðarmunur frá dvalarsvæðinu með bland af nýjum og núverandi leiktækjum. Dvalarsvæðið og nærleiksvæðið er girt að hluta með 1.2m hárri stálrimlagirðingu næst bílastæðinu og með hliði inn á svæðið.

Á miðsvæði á austurhlið lóðar er stór hringur sem hægt er að nýta í leik, en utan um hringinn er mótaðir hólar sem mynda rýmismyndun og skjól. Svæðið gæti boðið upp á marga möguleika eins og útikennslu, leikrit og útileiki og er setsvæði mótað í brekkuna.

Grashæðin við fótboltavöllinn er stækkaður og á norðurhlið hólsins er fláinn mótaður svo hægt sé að nýta hann sem sleðabrekku á veturnar.

Lerkisstólpar sem eru raðaðir upp á nokkrum stöðum meðfram stígnum og á hólnum við setsvæðið eru bæði til rýmismyndunar, leik og skjólmyndunar.

Gönguleiðir eru skerptar og er gönguleið að fótboltavellinum útfærð betur.

Leiksvæði á austurhliðinni er jafnað út í jöfnun vatnshalla.

Stærð núverandi útigeymslu og nákvæm staðsetning liggur ekki fyrir en á teikningunni er hún sýnd á suðurhlið hússins. Skoða þarf staðsetningu betur.

VESTURHLIÐ LÓÐAR – DVALARSVÆÐI, LEIK OG BOLTASVÆÐI
Núv. leikvellir (fjærsvæði ) á vesturhlið lóðar eru óbreyttir fyrir utan það, að lagt er til að setja á þá gúmmílag sem gera þá mýkri og að þeir verða betur merktir upp og með meiri litum. Laga þarf og tyrfa svæði milli boltavallanna. Fláinn á milli neðsta vallarins og aparólunnar er endurmótaður og gerður nátturulegri með möguleika á setsvæði. Leggja skal stálrimlagirðingar, hæð 2.0 metrar umhverfis vellina með op á nokkrum völdum stöðum.

Áhersla er lögð á skjólmyndun og til að afmarka skólalóðina betur frá ytra umhverfi eru hólar mótaðir við útmörk vallanna. Á völdum stöðum er gróður gróðursettur í þyrpingum án þess að útsýn skerðist.

Nærsvæðið er mögulega hellulagt að nýju en hringnum haldið sem miðpunktur svæðisins. Þar er tillaga um leiktæki / setsvæði með gervigrasi eða t.d. lerkisstólpar með grjóti. Hringformið er endurtekið í máluðum eða hellulögðum línum á malbik, og er lagt til að koma þar fyrir trambólíni með gervigrasundirlagi og fallvörn.

Lagt er til að núverandi yfir/klifur tækið sem er á norðurhlið lóðar, er fært á þetta svæði. Gúmmíhellur/Gervigras skulu lagðar þar sem mesta álag er umhverfis tækið.

NORÐURHLIÐ LÓÐAR ‐ AÐALINNGANGUR
Bílastæðin við aðalinnkomuna eru færð utar fjær aðalinngangi. Aðkomusvæðið er lagfært, hellulagt og stækkað, þannig að aðkoman að skólanum sé öruggari og aðlaðandi. Hellur meðfram norðurhlið hússins hægramegin við innganginn eru látnar óhreyfðar.

Núverandi sorpgámar við aðalinngang eru fluttir við austurgafl. Þar er lagt til að steypa veggi til þess að fella gáma, flokkunarsvæði sorps, inní hæðamun sem þarna er.

EFNISVAL
Efnisval á leiksvæðum er hellur, malbik, og gras. Við leiktæki og leiksvæði þarf fallvörn skv. þeim stöðlum sem um hvert tæki gilda og fer það eftir fallhæð við hvert tæki. Er það gert með gúmmíhellum, eða gervigrasi með foam efni undir.

Stefnt skal að að draga úr notkun malar og sands í yfirborði sem fallvörn þar sem það vill dreifast á malbik og hellur og oft á tíðum valda slysum.

Á teikningu eru sýndar línur málaðar á malbik í ýmsum litum ef vill, línur, eða heillitað, leikir,leikir til lærdóms, eða hreyfileikir, poko, parís, mállínur og fleira. Þetta gæti aukið gæði lóðarinnar og aukið hreyfileika enn frekar á einfaldan máta.

HJÓLASTÆÐI
Á lóðinni eru teiknuð á fjórum stöðum hjólastæði fyrir hjól en meta þarf fjöldann og staðsetningar betur. Á höfuðborgarsvæðinu er miðað við að hjólastæði þurfi sem nemur 20 prósent af fjölda nemenda og starfsmanna.

ANNAÐ
Auðvelt væri að áfangaskipta svæðunum í nokkra áfanga, einnig mætti einnig auka framkvæmdatíma með því að loka af ákveðin svæði meðan að þau eru í vinnslu.

Annars má almennt segja að ganga þarf betur frá jöðrum og köntum með því að jafna í hæð og tyrfa, loka öllum sárum þannig að möl sé ekki að dreifast um. Það er t.d. stefna Reykjavíkurborgar að útrýma möl og sand á öllum skólalóðum og leiksvæðum í borginni.

Undir þessar tillögur að endurgerð lóðar við Hamarskóla rita Halla Hrund Pétursdóttir landslagsarkitekt og Pétur Jónsson landslagsarkitekt.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst