Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að tekin hafi verið ákvörðun um að breyta siglingaáætlun Herjólfs þegar sigla þarf til Þorlákshafnar.
Breytingin er til reynslu, hún tekur gildi 31.01.2024 og gildir til 01.04.2024. Áætlun er sem hér segir: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00 (áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45 (áður ferð kl. 20:45).
Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni, Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn.
Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eiginn búnað.
Strætó hefur verið upplýstur um nýja brottfaratíma frá Þorlákshöfn, segir í tilkynningunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst