Enginn Eyjaklerkur meðal þriggja efstu
kristjan_settur_i_embaetti_biskups.jpg
Ljósmynd/kirkjan.is

Tilnefningum til embættis biskups lauk á hádegi í dag. Tveir fyrrum sóknarprestar í Eyjum buðu sig fram í tilnefningarferlinu. Það voru þeir Kristján Björnsson og Bjarni Karlsson.

Hvorugur þeirra náði nægjanlega mörgum atkvæðum til næstu umferðar en kosið verður milli þriggja efstu í næsta mánuði. Það voru þau Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Elínborg Sturludóttir sem hlutu flestar tilnefningar. Guðrún hlaut 65 tilnefningar, Guðmundur Karl 60 og Elínborg 52.

Á tilnefningarskrá voru 167, af þeim tilnefndu 160 eða 95.81%. Alls voru 48 tilnefndir.

Næstir komu, með 10 tilnefningar eða fleiri:

  • Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir (47)
  • Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir (41)
  • Sr. Bjarni Karlsson (38)
  • Sr. Kristján Björnsson (20)
  • Sr. Sveinn Valgeirsson (13)

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.