Ekki hefur fórnarlömbum Tyrkjaránsins í Vestmannaeyjum 1627 áður verið sýndur meiri sómi en í síðustu viku þegar haldnir voru Minningardagar um Tyrkjaránið, sem stóðu frá sunnudegi til miðvikudags. Það var Félag um Tyrkjaránssetur sem skipulagði dagskrána sem var fjölbreytt og vönduð. Hún samanstóð af fróðleik og táknrænum athöfnum sem lauk með kertafleytingu á miðvikudagskvöldið. Þar var minnst þeirra 242 sem rænt var í Vestmannaeyjum og fluttir í Barbaríið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst