Stofnaðilar Kolviðar eru Skógræktarfélag Íslands og Landvernd og bakhjarlar ríkisstjórnin, Kaupþing, og Orkuveita Reykjavíkur.
Upphaf verkefnisins var markað með því að gestir gróðursettu stæðilegar birkiplöntur.
Skógræktarfélag Rangæinga mun annast umsjón með öllum skógræktarframkvæmdum Kolviðar á Geitasandi samkvæmt þjónustusamningi. Kolviður áætlar í þessari fyrstu lotu að gróðursetja um 50 þúsund plöntur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst